mobile navigation trigger mobile search trigger
13.03.2025

Úthlutun úr Menningarsjóði 2025

Stjórn Menningarstofu Fjarðabyggðar úthlutaði styrkjum til ýmissa verkefna úr menningarsjóði á fundi sem haldinn var mánudaginn 17. febrúar.

Úthlutun úr Menningarsjóði 2025
Styrkur fékkst fyrir tónleikaröð í Bláu Kirkjunni á Stöðvarfirði

Líkt og síðustu ár barst fjöldi umsókna fyrir metnaðarfull verkefni á sviði menningar í Fjarðabyggð. Alls bárust 20 umsóknir sem samtals óskuðu eftir 6.033.000 kr. Til styrkúthlutunar eru 2.000.000 kr. sem dreifist á milli þeirra 10 verkefna sem hljóta menningarstyrk. Í ár voru styrkir veittir til listahátíðar, myndlistasýningar, málþings, kvikmyndagerðar, tónleika o.fl.

Þau tíu verkefni sem hlutu verkefnastyrki stjórnar Menningarstofu árið 2024 eru:

Templarahópurinn fyrir verkefnið “The Tiny Church Online Concert Series”, sem miðar að því að færa áhorfendum á staðnum og um allan heim hágæða tónlistarflutning í beinni útsendingu. Tónleikaröðin mun samanstanda af þremur tónleikum í Kirkjubæ í Stöðvarfirði, sem Templarahópurinn eignaðist nýverið. Tónleikarnir verða teknir upp og þeim deilt á samfélagsmiðlum, sem veitir austfirsku tónlistarfólki vettvang til að koma fram og stuðlar að kynningu á menningarlífi Fjarðabyggðar.

450.000 kr.

Ra Tack fyrir myndlistasýningusem opnar haustið 2025. Sýningin mun kanna heillandi og frumlegan heim sem verk háns hafa að geyma. Verk sem fara út fyrir hefðbundnin mörk málverksins með því að sameina einstaka nálgun á form, efni og merkingu. 

350.000 kr.

Melar menningarfélag fyrir frumflutning á nýju tónverki eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur á tónleikum í Tónlistarmiðstöð Austurlands. 

250.000 kr.

Verkefnið Bragginn Litla listahátíðin sem  er  lítil  og  hlýleg  menningarhátíð  á  Reyðarfirði  þar  sem  listafólk  kemur saman  til  að  miðla  sköpun  sinni.  Markmið  hátíðarinnar  er  að  efla  menningarlíf,  tengja  samfélagið saman  og  veita  vettvang  fyrir  fjölbreytta  list.  Hátíðin  samanstendur  af  sýningarhluta  með  ljóðlist, myndlist  og  keramik  yfir  daginn  og  tónlistarviðburði  á  kvöldin.  Áhersla  verður  lögð  á  aðkomu  nýrra íbúa samfélagsins til að styðja við fjölmenningu og samvinnu í bænum.

200.000 kr.

Saga Unn fyrir verkefnið “að kassa hring” sem mun fela í sér myndlistasýningu auk vinnustofu um sköpun, hringrásir og ósamræmdar þrár og væntingar manneskjunnar gagnvart umhverfinu -og náttúrulögmálum sem hún finnur sig í.

200.000 kr.

Breiðdalssetur fyrir málþing um Breiðdælinginn Guðjón Sveinsson, skáld og rithöfund. Á málþinginu verður ferill Guðjóns rakinn, sagt frá skáldverkum hans og fjallað um þátttöku hans í samfélaginu í Breiðdal.

150.000 kr.

Björn Hafþór Guðmundsson fyrir kynningartónleika vegna útgáfu hljómdisksins "Við skulum ekki hafa hátt" sem fjöldi fólks frá Fjarðabyggð hafa lagt hönd á plóg við gerð plötunnar. 

100.000 kr.

Sögubrot fyrir sumarmót sagnamanna og sagnakvöld þar sem fremsta sagnafólk landsins mun koma fram og segja sögur af hjartans list og með því efla samkennd, leiða fólk til samveru og síðast en ekki síst halda á lofti þeirri list sem byggir eingöngu á hinu talaða máli.

100.000 kr.

Kvikmyndasamsteypan fyrir stuttmyndina Snjóþungi, sem gerist í Norðfjarðarsveit, er leidd af framleiðendunum Jónu Grétu, Konráði og Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, sem einnig átti upprunalegu hugmyndina og fer með aðalhlutverkið. Jarin Blaschke, tvisvar tilnefndur til Óskarsverðlauna, kemur að sem leiðbeinandi. Teymið hefur átt gott samstarf við íbúa Neskaupstaðar og stefnir á áframhaldandi skapandi samvinnu.

100.000 kr.

Sigríður Hafdís Hannesardóttir fyrir útilistasýningu & ratleik á Eskifirði. Í stað handrits og atriða leikritsins, eru það aðeins leikmunirnir sem eftir eru sem segja söguna. Þeir liggja um allan Eskifjarðarbæ eins og vísbendingar sem íbúar og gestir geta ráðið úr. Sagan mun byggja á sögum og minningum íbúa í bænum. 

100.000 kr.

Menningarstofa óskar styrkhöfum innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með og njóta þeirra spennandi verkefna sem framundan eru.

Frétta og viðburðayfirlit