mobile navigation trigger mobile search trigger
11.04.2025

,,Rekstur samstæðunnar er góður og skilar betri afkomu en áætlanir gerðu ráð fyrir"

Ársreikningurinn hefur verið áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra, en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í bæjarstjórn.  Áformað er að ársreikningurinn verði afgreiddur við síðari umræðu í bæjarstjórn þann 8. maí næstkomandi.

Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2024 var lagður fram til  fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær.  Rekstur samstæðunnar er góður og skilar betri afkomu en áætlanir gerðu ráð fyrir.  Rekstrartekjur samstæðu A og B hluta námu samtals 11.055 milljónum króna, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 8.754 milljónum króna.  

,,Rekstur samstæðunnar er góður og skilar betri afkomu en áætlanir gerðu ráð fyrir"

Rekstrartekjur samstæðunnar hækkuðu því um 4,6% á milli ára.  Rekstrargjöld, án afskrifta, í samstæðu námu 9.029 milljónum króna og þar af voru rekstrargjöld í A hluta 7.801 milljón króna.  Rekstrargjöld samstæðunnar hækka því um 1,7% á milli ára.

Rekstrarniðurstaða (EBITDA), án afskrifta, fjármagnsliða og tekjuskatts, hjá samstæðu A og B hluta var jákvæð um sem nemur 2.026 milljónum króna. Þar af 853 milljónir króna í A hluta.  Framlegð eða EBITDA nam 18,3% hjá samstæðu og 9,7% í A hluta.

Gjaldfærðar fjármunatekjur og fjármagnsgjöld í samstæðunni eru að fjárhæð 472 milljónir króna og þar af 422 milljónir króna í A hluta.  Í samstæðu A og B hluta er gjaldfærslan 150 milljónum króna lægri en árið áður og 33 milljónum króna lægri en áætlun gerði ráð fyrir.

Rekstrarniðurstaða samstæðu Fjarðabyggðar er jákvæð um sem nemur 1.077 milljónum.  Rekstrarniðurstaða A hlutans er jákvæð um sem nemur 419 milljónum.

Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri 2.315 milljónum í samstæðu samanborið við 1.888 milljónir á fyrra ári.  Veltufé frá rekstri A hluta nam 1.254 milljónum.  Handbært fé frá rekstri nam 1.893 milljónum í samstæðunni en 777 milljónum í A hluta.  Fjárfestingahreyfingar í samstæðu A og B hluta námu samtals 1.239 milljónum króna á árinu 2024 samanborið við 888 milljónir króna árið áður.  Helstu fjárfestingar ársins voru vegna hafnar- og leik- og grunnskólamannvirkja auk fráveitu.

Afborganir langtímalána og leiguskuldbindinga námu 495 milljónum króna á árinu 2024.  En sveitarfélagið greiddi auk þess 313 millj. kr. af lífeyrisskuldbindingum.  Handbært fé hækkaði því á árinu um 184 milljónir króna og nam 831milljón króna kr. í árslok 2024.

Eignir sveitarfélagsins voru í lok árs 2024 samtals að fjárhæð 20.131 milljónir króna þar af námu fastafjármunir 18.130 milljónum króna.   Heildarskuldir og skuldbindingar námu um 11.189 milljónum króna og lækkuðu á milli ára um 219 milljónir króna.  Langtímaskuldir við lánastofnanir og leiguskuldir námu um 5.613 milljónum  króna, skammtímaskuldir 1.797 milljónum króna og lifeyrisskuldbinding og aðrar skuldbindingar námu um 3.779 milljónum króna. 

Eigið fé samstæðu var 8.943 milljónir króna í árslok 2024 samanborið við 7.616 milljónir kr. í árslok 2023.  Breytingin á eigin fé skýrist af rekstrarniðurstöðu ársins og endurmati lóða.

Ársreikningur Fjarðabyggðar 2024 drög 

Frétta og viðburðayfirlit