Nemendur og starfsfólk leikskólans Kærabæjar héldu uppá Mottumarsdaginn í gær (fimmtudaginn 20. mars). Starfsfólk og nemendur mættu bláklædd í skólann og fengu að prófa yfirvaraskegg sem að Krabbameinsfélag Austfjarða færði leikskólanum. Starfsfólk skólans skipulögðu Mottumarshlaup fyrir nemendur og voru vegalengdir skipulagðar með aldur barnanna í huga. Þau allra yngsu fengu einnig að taka þátt en hlupu í garði leikskólans.
Börnin skemmtu sér vel ásamt starfsfólki skólans.