mobile navigation trigger mobile search trigger
31.03.2025

Fjarðabyggð með fulltrúa á Samfestinginn

Föstudaginn 28. mars fór fram söngvakeppnin SamAust á Egilsstöðum þar sem tveir fulltrúar Fjarðabyggðar tóku þátt. Blær Ágúst Gunnarsson hreppti annað sætið og fékk því keppnisrétt í stóru söngvakeppninni á vegum Samfés í maí.

SamAust er er undankeppni fyrir stóru Söngvakeppni Samfés, öðru nafni SamFestingurinn.

Fjarðabyggð með fulltrúa á Samfestinginn

SamFestingurinn samanstendur af nokkrum viðburðum. Á föstudeginum koma unglingar og starfsfólk í rútum í Laugardalshöll á risa ball þar sem stór bönd spila fyrir dansi í bland við unga tónlistarmenn úr félagsmiðstöðvunum. Á laugardeginum fer fram Leiktækjamót og Söngkeppni Samfés fram en keppnin er iðulega send út í sjónvarpi líka. Þar stíga á stokk margir af efnilegustu söngvurum landsins og undirspilið er oftast leikið af ungum hljóðfæraleikurum úr félagsmiðstöðvunum.

Um þessar mundir fara fram undankeppnir um land allt og er SamAust ein af þeim. Í ár tóku þátt 7 atriði frá félagsmiðstöðvum af Austurlandi, af þeim 7 atriðum komast 2 áfram „alla leið“ – Blær var með eitt af þeim atriðum.

Blær Ágúst Gunnars er nemandi við Nesskóla í Neskaupstað og keppti því fyrir hönd félagsmiðstöðvar sinnar Atom með lagið Meant to be yours úr söngleiknum Heathers. Annar keppandi Fjarðabyggðar var hún Fanney Ósk Sveinbjörnsdóttir og söng hún lagið The Greatest með Billie Eilish.

Sigurvegari SamAust í ár var Jóna Þyrí frá félagsmiðstöðinni Nýjung á Egilsstöðum en það var Nýjung sem stóð fyrir keppninni í ár sem haldin var í Egilsstaðaskóla.

Fleiri myndir:
Fjarðabyggð með fulltrúa á Samfestinginn
Fjarðabyggð með fulltrúa á Samfestinginn

Frétta og viðburðayfirlit