Mánudaginn 17. mars og þriðjudaginn 18. mars mun Janus heilsuefling bjóða uppá opinn fyrirlestur um fjölþætta heilsueflingu og langvinna sjúkdóma – Gagnreynd aðferð til heilsueflingar í Fjarðabyggð.
17.03.2025
Opinn fyrirlestur um Fjölþætta heilsueflingu og langvinna sjúkdóma – Gagnreynd aðferð til heilsueflingar í Fjarðabyggð.

Fræðslan er haldin á tveimur stöðum:
- Mánudaginn 17. mars í Safnaðarheimilun Reyðarfirði kl. 17:00
- Þriðjudaginn 18. mars í Skrúð, Fáskrúðsfirði kl. 16:00
Farið verður yfir hvað eru langvinnir sjúkdómar og hvernig sporna megi við þeim með markvissri heildrænni heilsueflingu. Í erndinu er einnig farið yfir lífsstíl framtíðar og dregnar fram niðurstöður af fjölþættri heilsueflingu hér á landi, farið yfir aðferðir og þá hugmyndafræði sem að baki liggur. Þá verður farið yfir hvernig hámarka megi ávinning af þjálfuninni, bæði styrktar- og þolþjálfun, komið inn á æskilega næringu og spurningum svarað um efnið. Fræðsluerindið tekur um 60 mínútur.
Öll velkomin