mobile navigation trigger mobile search trigger
13.02.2025

Samstarfsverkefni Nesskóla og VA ,,Bara fínt"

Föstudaginn 7. febrúar fengu nemendur 9. og 10. bekkja Nesskóla að njóta málþingsins "Bara fínt" sem er samstarfsverkefni VA og Nesskóla og styrkt var af SÚN og Alcoa Fjarðaál.

Samstarfsverkefni Nesskóla og VA ,,Bara fínt"
Nemendur hlustuðu á fyrirlestra Jakobs Frímanns Þorsteinssonar og Antons Sveins Mckee þar sem umfjöllunarefnið var andleg og líkamleg vellíðan og hvað einstaklingar geta gert til að gefast ekki upp og halda áfram í átt að settum markmiðum og bættri líðan.
Er það von okkar að nemendur hafi notið fyrirlestranna og geti nýtt sér innihald þeirra til að auka eigin vellíðan um alla framtíð.
Foreldrum og öllum almenning var svo boðið á málþingið laugardaginn 8. febrúar og var mæting góð. Þökkum við sem mættu öllum fyrir komuna.

Frétta og viðburðayfirlit