mobile navigation trigger mobile search trigger
04.03.2025

Félagsmiðstöðin Knellan á Eskifirði 40 ára

Þann 22. febrúar síðastliðinn varð félagsmiðstöðin Knellan, á Eskifirði, 40 ára gömul. Í tilefni af þessum tímamótum var haldin kökukeppni í Knellunni fimmtudaginn 20. febrúar. Nemendur í 8. – 10.bekk bökuðu, skreyttu og komu með köku á kvöldopnunina.

Félagsmiðstöðin Knellan á Eskifirði 40 ára
Anton Berg Sævarsson, Sveinn Sigurbjarnason, Guðmann, Friðrik (Frissi) og Þórhallur Þorvaldssynir

Heiðursdómarar voru engir aðrir en bræðurnir þrír sem stofnuðu Knelluna 22.febrúar, 1985. Þeir Frissi, Guðmann og Þórhallur Þorvaldssynir dæmdu um kökurnar og sögðu ungmennunum sögur frá upphafstímum Knellunnar.

Fyrir góðvini Knellunnar verður síðan boðið upp á 40 ára afmælis Knellukaffi í dagskrá Páskafjörs á Eskifirði um páskana.

Fleiri myndir:
Félagsmiðstöðin Knellan á Eskifirði 40 ára
Félagsmiðstöðin Knellan á Eskifirði 40 ára

Frétta og viðburðayfirlit