Sveitarfélögin Fjarðabyggð og Múlaþing munu bjóða uppá páskapassa fyrir páskahátíðina árið 2025. Passarnir gilda fyrir bæði skíðasvæðin í Oddsskarði og Stafdal og eru ætluð til að hvetja bæði heimamenn og ferðafólk til að nýta sér þau útivistartækifæri Austurlands yfir páskana.
28.03.2025
Fjarðabyggð og Múlaþing kynna sérstaka páskapassa á skíðasvæðin í Oddsskarði og Stafdal

Boðið verður upp á tvo valkosti, páskapassa sem gildir frá fimmtudegi til mánudags (17.-21. apríl) og páskavikupassa sem gildir frá mánudegi fyrir páska til annars í páskum (14.-21. apríl). Passarnir veita ótakmarkaðan aðgang að báðum skíðasvæðunum og aðgang að sundlaugum á svæðinu. Sérstakir fjölskyldupassar verða einnig í boði.
Verðskrá:
Páskapassi:
-
Fullorðnir: 16.900 kr.
-
Börn (11-17 ára): 5.600 kr.
-
Fjölskyldukort (2 fullorðnir + börn): 40.000 kr.
-
Fjölskyldukort einstaklings (1 fullorðinn + börn): 20.000 kr.
Páskavikupassi:
-
Fullorðnir: 18.900 kr.
-
Börn (11-17 ára): 6.300 kr.
Með þessum páskapössum vilja sveitarfélögin styðja við fjölskyldur, efla ferðaþjónustu á Austurlandi og stuðla að bættri lýðheilsu.