mobile navigation trigger mobile search trigger

Forvarnarfræðsla um netsvindl

09.05.2025 - 09.04.2025

Klukkan 11:00

Öldungaráð Fjarðabyggðar hefur síðastliðinn vetur verið að rýna í starfsemi sína og er nú búið að setja saman nýja starfsáætlun. Í áætluninni er meðal annars fyrirhugað að halda mánaðarlega viðburði á starfstímabilinu í formi fræðslu- eða kynningar fyrir eldra fólk í Fjarðabyggð. Fyrsta fræðslan verður haldin föstudaginn 9. maí, þar sem lögreglan á Austurlandi mun bjóða upp á forvarnarfræðslu um netsvindl. Markmiðið með þessum viðburðum er að veita eldra fólki mikilvægar upplýsingar og stuðning til að auka öryggi þeirra og vellíðan.

Forvarnarfræðsla um netsvindl

Fyrsta fræðslan verður haldin föstudaginn 9. maí, þar sem lögreglan á Austurlandi mun bjóða upp á forvarnarfræðslu um netsvindl. Markmiðið með þessum viðburðum er að veita eldra fólki mikilvægar upplýsingar og stuðning til að auka öryggi þeirra og vellíðan.

Eldra fólk í Fjarðabyggð er hvatt til að mæta og taka þátt.

Staðsetning fyrsta viðburðarins verður í Egilsbúð, Neskaupstað og mun sá næsti verða haldinn á Eskifirði og síðan koll af kolli.

Fleiri myndir:
Forvarnarfræðsla um netsvindl

Frétta og viðburðayfirlit