Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, heimsótti nýlega Austurland og átti fund með Jónu Árnýju Þórðardóttur bæjarstjóra Fjarðabyggðar og Dagmari Ýr Stefánsdóttur, sveitastjóra Múlaþings. Á fundinum var umræða um aðgengi að háskólanámi á Austurlandi, samstarf stofnanna og þjónustu við háskólanema á svæðinu.
12.02.2025
Fundur með rektor Háskólans á Akureyri og sveitarstjóra Múlaþings
![Fundur með rektor Háskólans á Akureyri og sveitarstjóra Múlaþings Fundur með rektor Háskólans á Akureyri og sveitarstjóra Múlaþings](/media/img2720.jpeg?w=600)
Áslaug tók við stöðu rektors 1. júlí, 2024 af Eyjólfi Guðmundssyni sem gegnt hafði stöðu rektors frá 1. júlí 2014.
Áslaug starfaði áður sem prófessor við Bates Collage, Lewiston, Maine í Bandaríkjunum frá árinu 2001. Áslaug hefur gegnt þar ýmsum stjórnunarstörfum, s.s. starfi aðstoðarrektors og starfi deildarforseta. Áslaug er með doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá Washington University in St. Louis í Bandaríkjunum.