mobile navigation trigger mobile search trigger
12.02.2025

Fundur með rektor Háskólans á Akureyri og sveitarstjóra Múlaþings

Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, heimsótti nýlega Austurland og átti fund með Jónu Árnýju Þórðardóttur bæjarstjóra Fjarðabyggðar og Dagmari Ýr Stefánsdóttur, sveitastjóra Múlaþings. Á fundinum var umræða um aðgengi að háskólanámi á Austurlandi, samstarf stofnanna og þjónustu við háskólanema á svæðinu. 

Fundur með rektor Háskólans á Akureyri og sveitarstjóra Múlaþings
Dagmar Ýr, sveitarstjóri Múlaþings, Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri og Jóna Árný, bæjarstjóri Fjarðabyggðar

Áslaug tók við stöðu rektors 1. júlí, 2024 af Eyjólfi Guðmundssyni sem gegnt hafði stöðu rektors frá 1. júlí 2014. 

Áslaug starfaði áður sem prófessor við Bates Collage, Lewiston, Maine í Bandaríkjunum frá árinu 2001. Áslaug hefur gegnt þar ýmsum stjórnunarstörfum, s.s. starfi aðstoðarrektors og starfi deildarforseta. Áslaug er með doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá Washington University in St. Louis í Bandaríkjunum.

Frétta og viðburðayfirlit