mobile navigation trigger mobile search trigger
10.02.2025

Nýr slökkviliðsstjór tekinn við

Ingvar Georg Georgsson hefur tekið við starfi slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Fjarðabyggðar. Ráðning Ingvars var staðfest á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar þann 28. október sl.

Nýr slökkviliðsstjór tekinn við

,,Mitt fyrsta verkefni er að koma mér vel inn í starfið. Þó að öll slökkvilið vinni svipað og eru með svipaða verkferla að þá eru verkefnin ekki alltaf þau sömu. Markmiðið er að gera gott lið betra, nýta sér það sem gott er búið að gera og byggja ofan á það"

Ingvar Georg er fæddur og uppalinn í Keflavík og hóf að starfa sem slökkviliðsmaður árið 1989 hjá slökkvilið Keflavíkurflugvallar, þar sem hann starfaði til ársins 1998 þegar hann hóf störf sem slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum Suðurnesja. Þar sem hann hefur starfað allt þar til nú. Ingvar býr með Ásu Hrund Sigurjósndóttur, hjúkrunarfræðingi hjá HSS. Ingvar á þrjú börn frá fyrra sambandi og eitt barnabarn. Ása Hrund á þrjú börn og tvö barnabörn og önnur tvö á leiðinni. 

Ingvar hefur sérstakan áhuga á knattspyrnu og hefur verið virkur þátttakandi í því, bæði sitið í stjórn og starfað sem framkvæmdar- og viðburðarstjóri knattspyrnudeildarinnar. Uppáhalds lið Ingvars í ensku deildinni er Arsenal og þess má geta að þá situr hann einnig í stjórn Arsenal-klúbbsins á Íslandi. 

Hann er einnig mikill safnari og rak meðal annars Slökkvliðsminjasafn Íslands í tíu ár ásamt öðrum. Eitt af hans uppáhaldssöfnum er Tinna safnið (Tinni og Tobbi).

Fleiri myndir:
Nýr slökkviliðsstjór tekinn við

Frétta og viðburðayfirlit