Leikfélag Reyðarfjarðar frumsýndi í gærkvöld í samstarfi við Fjarðadætur, sögusýningu um hernám bæjarins árið 1940, byggða á dagbókum, bréfum og öðrum samtímaheimildum. Sýningin fór fram á setuliðsskemmtun sem var jafnframt lokaviðburður Hernámsdagsins á Reyðarfirði.
30.06.2014
Sögusýning Leikfélags Reyðarfjarðar á Hernámsdeginum
Leikfélag Reyðarfjarðar frumsýndi í gærkvöld í samstarfi við Fjarðadætur, sögusýningu um hernám bæjarins árið 1940, byggða á dagbókum, bréfum og öðrum samtímaheimildum.
Sýningin tvinnaði saman frásögn sögumanna, leikna þætti og hljóðmynd sem vísaði með áhrifaríkum hætti beint í viðburði tengdum síðari heimstyrjöld. Var m.a. flutt ávarp Georgs VI Bretlandskonungs við upphaf styrjaldarinnar. Úr varð samfelld heild sem gaf raunsanna mynd af hernámsárunum á Reyðarfirði, þeim stakkaskiptum sem líf og kjör almennings tóku og aðstæðum hermanna sem hér dvöldu.
Sýningin fór fram á setuliðsskemmtun sem er jafnframt lokaviðburði Hernámsdagsins á Reyðarfirði. Að sýningu lokinni var fjölskyldudansleikur. Um tónlistarflutning sáu Reyðfirskir húsbændur.