mobile navigation trigger mobile search trigger
16.04.2025

Tilsjónaraðili óskast til starfa á fjölskyldusvið Fjarðabyggðar

Tilsjónaraðili óskast á fjölskyldusvið Fjarðabyggðar. Um er að ræða fjölbreytt starf í vinnu með börnum og fjölskyldum sem glíma við ýmiskonar áskoranir.

Tilsjónaraðili styrkir foreldra í uppeldishlutverki sínu með vinnu sinni inni á heimili barnafjölskyldna og stuðlar þar með að bættum uppeldisskilyrðum barna. Starfið felur í sér að aðstoða foreldra við að takast á við uppeldis- og forsjárhlutverk sitt.

Sótt er um leyfi til að gerast tilsjónaraðili inn á heimasíðu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, sjá nánar hér: Leyfi til að gerast tilsjónarmaður fyrir barn | Ísland.is

Greiðslur til tilsjónaraðila eru verktakagreiðslur.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður S. Pálsdóttir, forstöðumaður stuðningsþjónustu  í síma 470-9000, netfang: sigridur.s.palsdottir@fjardabyggd.is.

Frétta og viðburðayfirlit