mobile navigation trigger mobile search trigger
03.01.2021

Vinningssögur í jólasmásagnakeppni Menningarstofu Fjarðabyggðar og grunnskólanna í Fjarðabyggð

Úrslit liggja fyrir í jólasmásagnakeppni Menningarstofu. Dómnefndin var samstíga í mati sínu og sammála um að sögurnar sem skilað var inn væru gríðarlega skemmtilegar og vel skrifaðar. 

Vinningssögur í jólasmásagnakeppni Menningarstofu Fjarðabyggðar og grunnskólanna í Fjarðabyggð

Höfundarnir ungu eru með öflugt hugmyndaflug og sögurnar frumlegar, fjölbreyttar og um fram allt jólalegar. Það er greinilegt að það leynast víða efnilegir rithöfundar í Fjarðabyggð en alls bárust 99 sögur í keppnina og var gríðarlega gaman að sjá þessa miklu þátttöku.  Á milli jóla og nýárs verða birtar þær sögur sem báru af í keppninni.  Vinningshafar í jólasmásagnakeppni Menningarstofu Fjarðabyggðar og grunnskólanna eru:

Yngsta stig (1.-4. bekkur)


1. Jólaáttfætlan
Höfundur: Iðunn Elísa Jónsdóttir

2. Jólatréð

Höfundur: Katrín Lilja

3. Jólaruglið

Höfundur: Símon Kristjánsson

Miðstig (5.-7. bekkur)

1. Sagan af Stúf
Höfundar: Katrín María Jónsdóttir og Gunnhildur Anna Birgisdóttir

2. Jólasaga

Höfundur: Bergþór Flóki Ragnarsson

3. Gluggakistan

Höfundur: Róza Madhara

Efsta stig (8. – 10. bekkur)

1. Hundrað gylltar glerkúlur
Höfundur: Tinna Brá Gunnarsdóttir

2. Jóladúfan
Höfundur: Viktor Franz Bjarkason

3. Hvar er jólaskapið?

Höfundur: Guðrún Randý

Sögur útgáfa gaf rithöfundunum ungu glæsilegar bækur að gjöf og kunnum við Sögum bestu þakkir fyrir.

Á Facebook síðu Menningarststofu má sjá myndir af verðlaunahöfum.

Takk öll ykkar sem tókuð þátt í jólasmásagnakeppninni, þið stóðuð ykkur með eindæmum vel, það var hrein unun að lesa sögurnar ykkar. Bestu þakkir til allra þeirra sem studdu okkur hjá Menningarstofu við farmtakið og hjártansþakkir til þeirra sem sátu í dómnefndinni.

Hafið það sem allra best yfir hátíðarnar. Gleðileg jól. 

Frétta og viðburðayfirlit