Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi fyrir Nes- og Bakkagil. Deiliskipulagssvæðið er um 23 ha að stærð og afmarkast af deiliskipulagi fyrir Drangagilssvæði til vesturs og deiliskipulagi fólkvangs við Neskaupstað til austurs og er staðsett ofan Bakka- og Mýrarhverfis.
Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Fjarðabyggðar að Hafnargötu 2 og einnig til sýnis á heimasíðu Fjarðabyggðar, www.fjardabyggd.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna 13. september 2023.
Skila skal athugasemdum á skrifstofu Fjarðabyggðar eða á netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is
Skipulagsfulltrúi Fjarðabyggðar
DU2304_br. Deiliskipulag - Drangagil.pdf