112-dagurinn verður haldinn um allt land 11. febrúar næstkomandi eins og undanfarin ár. Sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að því hvernig við tryggjum öryggi og rétt viðbrögð við slysum og áföllum á heimilinu
09.02.2019
112 dagurinn verður mánudaginn 11. febrúar
Í tilefni dagsins verður opið hús á slökkvistöðinni á Hrauni á Reyðarfirði milli kl. 16:00 – 18:00. Þar er hægt að skoða slökkvistöðina, bíla og búnað og fá leiðbeiningar um eldvarnir heimilisins.
Einnig verður opið hús í Björgunarsveitarhúsinu á Norðfirði milli kl. 16:00 - 19:00. Þar kynna Landsbjörg, Rauði krossinn, Slökkviliðið og lögreglan starfsemi sína og búnað og veita leiðbeiningar um slysavarnir.
Allir velkomnir.