Sú hefð hefur skapast að hátíðahöld vegna 17. júní færast á milli bæjarkjarna. Að þessu sinni verður haldið upp á 17. júní á Reyðarfirði í samvinnu við Ungmennafélgið Val. Dagskrá dagsins má finna hér að neðan.
13.06.2023
17. júní 2023 í Fjarðabyggð
8:00
Fánar dregnir að húni.
Íbúar eru hvattir til að draga fána að húni á flaggstöggnum sínum.
14:00 – 16:00
Hátíðardagskrá á svæðinu við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjölbreytt dagskrá á hátíðarsvæðinu sem verður staðsett á svæðinu aftan við Grunnskóla Reyðarfjarðar og íþróttamiðstöðina.
Þar verður m.a. í boði:
- Karitas Harpa stjórnar dagskránni og flytur nokkur lög
- Hátíðarræða
- Ávarp fjallkonu
- Leikskólakórinn syngur
Að lokinni dagskrá á sviði tekur við mikil gleði á svæðinu þar sem hægt verður að finna sér ýmisilegt að gera:
- Vatnsrennibraut (ef veður leyfir – gott að hafa aukaföt meðferðis)
- Andlitsmálun
- Skapandi sumarstörf verða á svæðinu
- Veitingasala
- Gullgrafaraleikur
- Allskonar leikir og skemmtun
Íbúar eru hvattir til að mæta á Reyðarfjörð á laugardaginn, veðurspáin fyrir helgina er afar góð og um að gera að koma við á Reyðarfirði og njóta dagsins
Gleðilega þjóðhátíð!