Þess verður minnst um helgina að 230 ár eru síðan að Eskifjörður fékk kaupstaðarréttindi. Af þessu tilefni verður vegleg hátíðardagskrá í boði fram á sunnudag.
17.08.2016
230 ár síðan Eskifjörður fékk kaupstaðarréttindi
Hátíðin verður sett formlega kl. 20:00 fimmtudagskvöldið 18. ágúst í Valhöll, með kaffi og kökum í boði hverfa- og afmælisnefndarinnar og Sesams brauðhús og flutt verða tónlistaratriði.
Afmælishátíðina setur Georg Halldórsson og að því búnu flytur Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, hátíðarræðu.