mobile navigation trigger mobile search trigger
16.08.2024

30 ár frá frækilegu björgunarafreki í Vöðlavík

Þess verður minnst í Vöðlavík á morgun, laugardaginn 17. ágúst kl. 12:00 , að í ár eru 30 ár liðin frá því að sveit þyrlubjörgunarsveitar varnaliðsins á Keflavíkurflugvelli bjargaði sex skipverjum af björgunarskipinu Goðanum í Vöðlavík.

30 ár frá frækilegu björgunarafreki í Vöðlavík
Frá atburðunum í Vöðlavík þann 10. janúar 1994

Það var í janúar 1994 sem björgunarskipið Goðinn var sendur til Vöðlavíkur til að reyna að bjarga togaranum Bergvík VE sem strandað hafði þar um miðjan desember 1993. Þegar áhöfnin á Goðanum hafði náð að koma taug í Bergvíkina fékk skipið á sig mikið brot sem olli því að stýrtæki Goðans skemmdust og skipið rak upp í land. Björgunsveitarmenn á Austurlandi reyndu að koma áhöfn Goðans, sem hafðist við á þaki skipsins, til bjargar en náðu ekki til þeirra, og þá þurftu þyrlur Landhelgisgæslunar frá að hverfa vegna veðurs. Tvær þyrlur varnaliðsins komust að lokum á vettvang og tókst að hífa sex skipverja Goðans um borð. Að því loknu var þyrlunum lent í miðbæ Neskaupstaðar, þar sem ekki var fært til lendingar á flugvellinum á Egilsstöðum. 

Til að minnsat þessa frækilega afreks verður haldinn hátíðarathöfn í Vöðlavík á morgun. Að viðburðinum stendur bandaríska sendiráðið á Íslandi, auk flughers Bandaríkjana og Fjarðabyggðar. Til athafnarinnar er von á einstaklingum erlendis frá sem tóku þátt í björguninni, ásamt björgunarsveitarmönnum og fleirum.

Athöfnin hefst í Vöðlavík laugardaginn 17. ágúst kl. 12:00 og eru öll velkomin.

Frétta og viðburðayfirlit