mobile navigation trigger mobile search trigger
14.02.2020

6. og 7. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar í Krakkasvari

Krakkar í 6. og 7. bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar fengu á dögunum áskorun frá Grunnskóla Önundarfjarðar um að taka þátt í Krakkasvari á RÚV.

6. og 7. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar í Krakkasvari
Krakkar í 6. og 7. bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar

Krakkasvarið er fastur liður í Krakkafréttum hjá RÚV, en þá eru sendar spurningar  á skóla og fá krakkarnir tækifæri til að senda sitt svar á myndbandi.

Krakkarnir í Grunnskóla Reyðarfjarðar fengu spurninguna „Af hverju býr fólk til list?“ Þau fengu ekki langan tíma til undirbúnings, en nemendur og kennarar í 6. og 7. bekk settu allt á fullt og útkomuna mátti svo sjá í Krakkasvari miðvikudaginn 12. febrúar. Mikið líf og fjör myndaðist í kringum þetta verkefni en krakkarnir og kennarar þeirra þær Svava Gerður og Sigrún Yrja voru á þönum um skólann til að taka upp nokkur mismunandi svör við spurningunni. Það var svo nemandi í 10. bekk, Patryk Edel, sem klippti myndbandið saman.

Hér má finna slóðina á Krakkafréttir á RÚV og Krakkasvarið.

Frétta og viðburðayfirlit