mobile navigation trigger mobile search trigger
31.08.2017

7. bekkingar í Fjarðabyggð í heimsókn í Mjóafirði

Miðvikudaginn 30. ágúst sl. sigldu um 60 nemdemdur 7. bekkja í Fjarðabyggð frá Norðfirði til Mjóafjarðar í bíðskapar veðri. 

7. bekkingar í Fjarðabyggð í heimsókn í Mjóafirði
Nemendur 7. bekkja í Fjarðabyggð heimsóttu Mjóafjörð á dögunum. Hér er allur hópurinn saman kominn við Sólbrekku.

Siglt var á skemmtibátnum Gerpi, glæilegum trébát frá Norðfirði, sem Hildibrandhótel nýtir í ferðaþjónustu. Fyrst var siglt fyrir mynni eyðifjarðanna Hellisfjarðar og Viðfjarðar og farið yfir sögu staðanna um leið og farið var yfir helstu kennileiti.  Þá var siglt að Barðsnesi og Rauðubjörgum og síðan framhjá Norðfjarðarnípunni, hæsta standbergi á Íslandi, á leiðinni til  Mjóafjarðar og sást þá vel til Dalatanga, austustu byggðar á Íslandi.  

Í Mjóafirði var nemendum tekið með kostum og kynjum. Sævar Egilsson gekk með nemendum um þorpið og inn að Vigdeildarhamri og sagði nemendum frá markverðum stöðum. Þá var gengið upp á höfðann ofan við Brekkuþorpið, farið í berjamó og síðan niður í fjárhúsin í Brekku þar sem Róshildur Ingólfsdóttir tók á móti hópnum og sýndi okkur fjárhrútana, íslensku hænurnar og eldfjörug svín. Þá var haldið í skólahúsið á Sólborg þar sem Erna Ólöf Óladóttir, leiðbeinandi við Nesskóla og Jóhanna Sævarsdóttir, nemandi í Nesskóla og jafnfram eini nemandinn í útibúinu Mjóafirði, tóku á móti hópnum.

Fullorðna fólkið hjálpaðist síðan að við að grilla ofaní hópinn á eðalgrilli sem hjónin Sigfús Vilhjálmsson og Jóhanna Lárusdóttir lánuðu okkur og eftir heitar pylsurnar brugðu nemendur á leik í góða veðrinu áður en siglt var af stað heim. 

Dagurinn var yndislegur í alla staði og vilja nemendur, kennarar og aðrir þeir sem í ferðinni voru þakka Mjófirðingum fyrir góðar móttöku og eins áhöfn Gerpis og bílstjóra Tanna Travel sem ferjaði nemendur á Norðfjörð.

Fleiri myndir:
7. bekkingar í Fjarðabyggð í heimsókn í Mjóafirði
Um borð í Gerpi.
7. bekkingar í Fjarðabyggð í heimsókn í Mjóafirði
Sævar Egilsson fræddi hópinn um staðhætti í Mjóafirði.
7. bekkingar í Fjarðabyggð í heimsókn í Mjóafirði
Hópurinn skoðar skoðar sig um.
7. bekkingar í Fjarðabyggð í heimsókn í Mjóafirði
Siglt til baka að loknum góðum degi í Mjóafirði.

Frétta og viðburðayfirlit