Strætisvagnar Austurlands hafa flýtt áætlunarferðum í dag vegna slæmrar veðurspár. Þá hefur Vegagerðin tilkynnt að fjallvegum á Austurlandi verði lokað eftir klukkan 16:00.
07.12.2015
Áætlunarferðum flýtt vegna veðurs
Vegna slæmrar veðurspár verður farið frá Norðfirði á Reyðarfjörð kl. 14:55 frá Bakkabúð og kl. 15:00 frá Verkmenntaskóal Austurlands.
Farið verður kl. 13:45 frá Fellabæ, hringinn um Egilsstaði og til Reyðarfjarðar í álver Fjarðaáls, sem er 1 klukkstund fyrr en venjulega.
Farið verður kl. 13:15 frá Breiðdalsvík að álveri sem er 1 klukkustund fyrr en venjulega.
kl 15:05
Farið frá álverinu á Reyðarfirði til Egilsstaða, Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur kl. 15:05 sem 55 mínútum fyrr en venjulega.
Þá hefur Vegagerðin ákveðið að loka öllum fjallvegum á Austurlandi eftir klukkan fjögur í dag. Leiðinni Reyðarfjörður Höfn verður lokað þegar kl. 14:00. Sjá nánar á vegagerdin.is.