Fimmtudaginn 2. júní verður kynning á rannsókninni Aðlögun aðfluttra og innflytjenda í landsbyggðum á Íslandi í Tónlistarmiðstöð Austurlands. Kynningin hefst kl. 17:00 og er aðgangur ókeypis.
Aðlögun aðfluttra og innflytjenda í landsbyggðum á Íslandi - Kynning á rannsókn
Þrír mannfræðingar sem nú um stundir vinna að rannsókn hér á austurlandi og hafa m.a. dvalið í Jensenshúsi síðustu vikur. Unnur Dís Skaptadóttir og Anna Wojtynska frá Háskóla Íslands og Pamela Innes frá Wyoming Háskóla kynna rannsókn sína fyrir íbúum Fjarðabyggðar og segja frá niðurstöðum í grófum dráttum.
Rannsóknin þeirra fjallar um upplifun Íslendinga og innflytjenda af aðlögun og því hvernig aðkomufólk verður þátttakendur í samfélaginu í bæjarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins. Þær dveljum í þrjá mánuði á hverjum stað og taka viðtöl við bæði Íslendinga og innflytjendur um reynslu þeirra. Markmiðið er að athuga viðhorf, skilgreiningar og reynslu Íslendinga og fólks af erlendum uppruna af aðlögun. Aðgengi að þjónustu og öðrum þáttum samfélagsins sem gætu haft áhrif á upplifun og reynslu innflytjenda og Íslendinga eru meðal annars til athugunar. Í kynningunni verður sagt frá helstu spurningum rannsóknarinnar og frá fyrstu niðurstöðum byggt á rannsóknum þeirra á Vestfjörðum og á Norður- og Norðausturlandi.