mobile navigation trigger mobile search trigger
27.11.2017

Æfing slökkviliðs Fjarðabyggðar á Fáskrúðsfirði

Slökkvilið Fjarðabyggðar mun á næstunni verða með æfingu í gömlu sjóhúsi við Hafnargötu á Fáskrúðsfirði. Talsverður viðbúnaður verður á svæðinu og er fólk beðið að láta sér ekki bregða þrátt fyrir að blá blikkandi ljós og reyk á svæðinu við húsið.

Æfing slökkviliðs Fjarðabyggðar á Fáskrúðsfirði

Tilynningin frá Slökkviliði Fjarðabyggðar hljómar svo:

Ágætu íbúar á Fáskrúðsfirði.

Á næstu dögum mun Slökkvilið Fjarðabyggðar vera með æfingu í gömlu sjóhúsi við Hafnargötu á Fáskrúðsfirði. Verður gert þegar veður er stillt þannig að reyk leggi sem allra minnst yfir byggðina.

Það er von okkar að æfingin valdi sem minnstum óþægindum fyrir íbúa og biðjum fólk að láta sér ekki bregða þótt  reyk leggi frá húsinu og þar verði blá blikkandi ljós. Þarna verður talsverður viðbúnaður og æfð reykköfun og  slökkvitækni.

Það er ómetanlegt fyrir slökkviliðsmenn okkar að fá tækifæri til að æfa við raunverulegar aðstæður og því nýtum við okkur eins og hægt er þau tækifæri sem gefast við niðurrif húsa.

Með fyrirfram þökk fyrir þolinmæði og tillitssemi.

Slökkvilið Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit