Áfallamiðstöð verður opin í grunnskólanum í Breiðdal á morgun, miðvikudaginn 4. september frá kl. 16:00-19:00. Þar getur fólk komið saman, fengið samtal og sálrænan stuðning í kjölfar þeirra erfiðu atburða sem orðið í samfélaginu okkar. Heitt á könnunni og öll hjartanlega velkomin.
Áfallamiðstöðin er samstarfsverkefni Fjarðabyggðar, Rauða krossins og HSA.