mobile navigation trigger mobile search trigger
22.07.2015

Áfangastaðurinn Austurland

Áfangastaðurinn Austurland er verkefni sem snýst um að þróa Austurland sem heild til búsetu, fyrirtækjareksturs og sem áfangastað fyrir ferðamenn.

Áfangastaðurinn Austurland

Íbúar Fjarðabyggðar eru hvattir til að taka þátt í að móta áfangastaðinn Austurland með því að svara könnun hér.

Með könnuninni lýkur fyrsta hluta, þriggja ára verkefnisins „Áfangastaðurinn Austurland“  sem hófst fyrir rúmu ári að frumkvæði Ferðamálasamtaka Austurlands (FAUST).

Verkefnið snýst um að þróa Austurland sem heild til búsetu, fyrirtækjareksturs og sem áfangastað fyrir ferðamenn. Aðferðafræði hönnunar er lögð til grundvallar í vinnunni sem byggir á rannsóknum og samtali við íbúa, hagsmunaaðila og gesti (destination design).

Verkefninu er stýrt af Austurbrú í samvinnu við FAUST og öll sveitarfélögin á Austurlandi.

Í haust verður haldin vinnustofa þar sem hagsmunaaðilum verður boðin þátttaka.  Í kjölfarið verður kynning fyrir íbúa fjórðungsins á verkefninu og niðurstöðum vinnustofu.

Sjá nánar á www.austurbru.is eða www.east.is

Frétta og viðburðayfirlit