mobile navigation trigger mobile search trigger
31.01.2025

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2025

Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2025 eru nú aðgengilegir á Mínum síðum og á island.is. Álagning fasteignagjalda er reiknuð út frá fasteignamati húss og lóðar. Á seðlunum koma fram fjárhæðir fasteignaskatts, lóðarleigu, vatnsgjalds og fráveitugjalds auk sorphirðugjalda. Einnig kemur fram fasteignamat og upplýsingar um eigendur og greiðendur gjaldanna.   

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2025

Fjármálasvið Fjarðabyggðar annast álagningu og innheimtu á fasteignaskatti, lóðaleigu, vatnsgjaldi, fráveitugjaldi og sorpgjöldum. Fasteignagjöld greiðast með tíu jöfnum greiðslum 1. hvers mánaðar frá febrúar til nóvember og eindagi greiðslu er síðasti virki dagur hvers mánaðar.  

Frétta og viðburðayfirlit