Fimmtudaginn 28. september kl. 17:00 mun Dr. Janus Guðlaugsson flytja erindi um líkams- og heilsurækt eldri borgara í Kirkju- og mennignarmiðstöðinni á Eskifirði.
25.09.2017
Aldrei of seint að byrja - Erindi um líkams- og heilsurækt eldri bogara
Erindi Janusar nefnist "Aldrei of seint - leið að farsælum efri árum" og þar fjallar Janus um fjölþætta heilsueflingu í sveitarfélögum og hvað þarf til svo koma megi á fjölþættri heilsueflingu fyrir eldri íbúa sveitarfélga.
Erindi Janusar er öllum opið en heldri borgara eru sérstaklega hvattir til að mæta enda málefnið brýnt. Fjarðabyggð ætlar að bjóða uppá rútuferðir og verða þær sem hér segir:
Neskaupstaður:
Sigfúsarhús kl. 16:15
Breiðablik kl. 16:20
Stöðvarfjörður:
Balaborg kl. 15:45
Fáskrúðsfjörður:
Glaðheimar 16:10
Reyðafjörður:
Heiðarbær: 16:30