mobile navigation trigger mobile search trigger
26.11.2019

Aliendur á Fáskrúðsfirði

Vegna frétta og umræðu um aliendur á Fáskrúðsfirði vill Fjarðabyggð koma eftirfarandi á framfæri. 

Aliendur á Fáskrúðsfirði

Fjarðabyggð harmar þá umfjöllun sem kom upp varðandi kröfur sveitarfélagsins á hendur eiganda alifugla á Fáskrúðsfirði. Það var aldrei krafa af hálfu Fjarðabyggðar að umræddum fuglum yrði lógað. Gerð var krafa um að fuglarnir yrðu fjarlægðir þar sem aðbúnaður þeirra uppfyllti ekki samþykkt Fjarðabyggðar hvað varðar fiðurfé eða reglugerð nr. 135/2015 um velferð alifugla.

Það er rétt sem kemur fram að aliendurnar eru mörgum til mikillar gleði og góð fordæmi um aðbúnað alianda í sveitarfélaginu eru m.a. á Reyðarfirði og í Breiðdal. Þar eru fuglarnir með skjól og undir umsjá eigenda sinna, m.a. hvað snýr að fóðrun. Engin fyrirstaða er af hálfu sveitarfélagsins að slíkri aðstöðu verði komið upp á Fáskrúðsfirði.

 

Frétta og viðburðayfirlit