mobile navigation trigger mobile search trigger
02.10.2019

Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa

2. október er alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa. 

Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa

Þroskaþjálfi er lögverndað starfsheiti en til að fá starfsleyfi sem þroskaþjálfi þarf að ljúka BA prófi í þroskaþjálfun eða sambærilegu námi erlendis.
Leiðarljós í starfi þroskaþjálfa er að hver manneskja sé einstök og eigi fullan rétt til þátttöku á eigin forsendu í samfélaginu. Þroskaþjálfar leitast því við að ryðja í burt hindrunum í samfélaginu til að bæta lífsskilyrði og lífsgæði fólks. Þroskaþjálfar vinna í samstarfi við þjónustunotendur að því að stuðla að jákvæðum viðhorfum, efla færni og auka skilning á aðstæðum fólks sem býr við skerðingar. Fjarðabyggð óskar þroskaþjálfum til hamingju með daginn.

Frétta og viðburðayfirlit