Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun sem tekur gildi kl. 19:00 á morgun, sunnudaginn 9. október og stendur fram á mánudag. Gert er ráð fyrir Norðvestan 20-28 m/s og vindhviður yfir 35 m/s, hvassast sunnanverðum austfjörðum. Íbúar eru hvattir til að huga að lausamunum og vera ekki á ferðinni að óþörfu meðan veðrið gengur yfir.
Almannavarnanefnd hefur fundað um stöðumála með viðbragðsaðilum og þar er fylgst grant með stöðu mála. Starfsmenn sveitarfélagsins hafa í dag verið á ferðinni og yfirfarið hluti og byggingar á vegum sveitarfélagsins sem gætu verið í hættu eftir síðasta óveður.