mobile navigation trigger mobile search trigger
06.02.2023

Appelsínugul viðvörun

Enn ein skilin munu ganga yfir landið í fyrramálið og spáir Veðurstofan mjög slæmu veðri um nær allt land með appelsínugulri viðvörun. Víðast er gert ráð fyrir suðvestan stormi eða roki, mjög snörpum hviðum allt að 40 m/sek og mikilli úrkomu, slyddu eða snjókomu. Því er ljóst að ekkert ferðaveður verður á meðan þetta gengur yfir.
Fólk er beðið um að tryggja muni utandyra og fylgjast vel með vedur.is og umferdin.is ef fólk þarf að vera á ferðinni.

Appelsínugul viðvörun

Frétta og viðburðayfirlit