Hundraðasta og sjötta Íslandsglíman fór fram í íþróttahúsinu í Frostaskjóli 2.apríl. Í glímunni um Grettisbeltið sigraði Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, UÍA og hlaut þar með sæmdarheitið glímukóngur Íslands í fyrsta sinn.
04.04.2016
Ásmundur Hálfdán glímukóngur Íslands
Keppnin var afar jöfn og skemmtileg og áhorfendur urðu vitni að spennandi keppni frá upphafi til enda. Í glímunni um Freyjumenið sigraði Marín Laufey Davíðsdóttir og hlaut sæmdarheitið glímudrottning Íslands í fjórða sinn. Heiðursgestir mótsins voru Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir sem situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson formaður KR og sáu þau um að afhenda keppendum verðlaun í mótslok.