Hvenær er gott að slá Lúpínuna og vinna gegn útbreiðslu hennar ?
Átak gegn útbreiðslu Lúpínu
Lúpínan (Lupinus nootkatensis) er að undibúa fræbelgina sína þessa dagana og á sama tíma missa bláu blómin sín. Það tekur lúpínuna nokkra daga að undirbúa fræin. Þegar fræbelgirnir eru tilbúnir til opnunar og senda fræin út er litur belgsins brúnn. Þessa dagana eru þeir grænleitir, þéttir og safamiklir. Þegar belgirnir verða tilbúnir eru þeir brúnir, holir og þurrir (frá miðjum júlí til byrjun ágúst). Lúpínan getur kastað fræjunum í allt að 1m frá sér en þau ferðast mun lengra í vindi eða komist þau í nálægð við vatn.
Einmitt núna þegar Lúpínan er að nýta orku sína í fræmyndun er rót jurtarinnar næringarsnauð og viðkvæm fyrir slætti. Í lúpínuátakinu er ætlunin að nýta sér þennan veikleika jurtarinnar. Allir íbúar Fjarðabyggðar eru hvattir til að taka þátt í átakinu, margt smátt gerir eitt stórt.
En af hverju lúpínuátak?
Lúpína er jurt sem notuð hefur verið til uppgræðslu á melum og örfoka landi. Rætur jurtarinnar auðga jarðvegin næringu og þess vegna var hún valin sem landgræðslujurt. Talið var að Lúpínan myndi hörfa fyrir innlendum gróðri með tímanum en reynslan varð önnur. Í dag er Lúpínan talin til ágengra tegunda sem þarf að hamla í íslenskum vistkerfum. Lágvaxnar íslenskar jurtir hverfa smátt og smátt undir lúpínubreiðurnar verði ekkert að gert.
Lúpínan er í sjálfu sér ekki slæm jurt heldur fremur það að hún á ekki heima í íslensku móvistkerfi.
Anna Berg Samúelsdóttir
Umhverfisstjóri