mobile navigation trigger mobile search trigger
24.10.2022

Athugasemd vegna könnunar ASÍ vegna frístundastyrkja

Fjarðabyggð vill koma eftirfarandi á framfæri vegna könnunar ASÍ á frístundarstyrkjum sveitarfélaga.

Samkvæmt könnunni eru styrkir Fjarðabyggða til frístunda barna þeir lægstu á landinu að undanskildum Ísafjarðarbæ og Grindavíkurbæ.

Rétt er að beinir styrkir til foreldra eru 10.000 kr. á barn. Auk þess nema beinir styrkir til íþróttafélaga í sveitarfélaginu um 63 milljónum. Því má horfa á að heildarstyrkir á hvert barn á aldrinum 6-18 ára í Fjarðabyggð nemi því um 88.544 kr.  Þessir styrkir hjálpa því eflaust til í því að  íþróttafélögin í Fjarðabyggð geta boðið uppá mun ódýrari æfingagjöld en gengur og gerist annarstaðar og er munurinn í einhverjum tilvikum allt að 50%.

Sundlaugin í Neskaupstað

Frétta og viðburðayfirlit