mobile navigation trigger mobile search trigger
12.09.2017

Kynning vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, grjótnáma við Kappeyri við Fáskrúðsfjörð.

Komið hefur í ljós að efnisnáma við Kappeyri, sem þegar er nýtt til vinnslu á stórgrýti, er ekki tilgreind í gildandi aðalskipulagi. Tilgangur þeirrar breytingar á aðalskipulagi, sem hér er kynnt, er að leiðrétta þetta misræmi og tryggja áframhaldandi nýtingu námunnar.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Fjarðabyggðar að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði og í þjónustugátt í bókasöfnum á Stöðvarfirð, Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Norðfirði til  4. október 2017.

Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á vef Fjarðabyggðar og þær má nálgast með því að smella hér

Nánari upplýsingar veitir skipulags- og byggingarfulltrúinn í Fjarðabyggð í síma 470-9000 eða á netfangið byggingarfulltrui@fjardabyggd.is

Frétta og viðburðayfirlit