Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember 2022 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi Mjóeyrarhafnar samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með umhverfisskýrslu skv. 12. gr. skipulagslaga og lögum um umhverfismat áætlana nr. 111/2021. Tillagan felur í sér heildarendurskoðun, sem fellir fyrra deiliskipulag úr gildi.
Auglýsing um heildarendurskoðun á deiliskipulagi Mjóeyrarhafnar, Fjarðabyggð
Breytingin
Í gildi er deiliskipulagið „Hraun 1, iðnaðarsvæði fyrir orkufrekan iðnað, hafnarsvæði og tengdan þjónustuiðnað" sem var samþykkt 2004, m.s.br. Gildandi deiliskipulag er komið til ára sinna og gerðar hafa verið þó nokkrar breytingar á því. Vegna þessa og vegna fyrirhugaðra viðamikilla breytinga á hafnarkanti og hafnarsvæðinu var tekin sú ákvörðun að endurskoða deiliskipulagið í heild sinni og fella eldra skipulag úr gildi. Endurskoðað deiliskipulag fær heitið „Deiliskipulag Mjóeyrarhafnar.” Í tillögu þessari felst að hafnarkantur Mjóeyrarhafnar lengist um 600 m til vesturs, athafnasvæði við hafnarkantinn eykst og lóðum fjölgar á stækkuðu hafnarsvæði til vesturs um leið og mörk deiliskipulagsins stækka til vesturs og norðurs.
Deiliskipulagstillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti sem nálgast má á vef Fjarðabyggðar, www.fjardabyggd.is undir liðnum tilkynningar, á vefslóðinni www.fjardabyggd.is/thjonusta/skipulags-og-byggingarmal/deiliskipulag og liggur einnig frammi á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, Reyðarfirði, frá og með 23. nóvember 2022 til 20. janúar 2023. Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillöguna.
Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skilað eigi síðar en 20. janúar 2023, undir yfirskriftinni "Deiliskipulag Mjóeyrarhafnar - Auglýsing" á netfangið aron.beck@fjardabyggd.is eða bréflega á skrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Reyðarfirði.