Félagsþjónustur Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar vekja athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. reglugerð nr. 550/1994 um styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fyrir fatlað fólk.
Skv. reglugerðinni er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra- og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðum að skapa sér atvinnu.
Umsóknir skulu berast til Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar, á eyðublaði sem hægt er að finna á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.
Umsóknarfrestur er til 16.apríl n.k.
Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
sími 470 0700 sími 470 9000