Bæjarstjórn Fjarðabyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin fellst í að gert er ráð fyrir grjótnámu við Kappeyri í Fáskrúðsfirði.
Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð og í þjónustugáttum í bókasöfnunum á Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði frá og með 13. desember 2017 til og með 24. janúar 2018. Athugasemdarfrestur er til sama tíma.
Einnig er hægt að kynna sér tillöguna á vef Fjarðabyggðar hér: Breyting á aðalskipulagi- Grjótnáma við Kappeyri
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Fjarðabyggð