Samningar við Íslenska gámafélagið hafa verið endurnýjaðir. Aukin áhersla verður lögð á vinnslu endurvinnanlegs úrgangs, auk þess sem opnunartími söfnunarstöðva er orðinn hentugri.
Aukin áhersla á endurvinnslu
Fjarðabyggð og Íslenska gámafélagið skrifuðu undir nýjan samstarfssamning þann 27. janúar sl. um meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð. Samningur er til 5 ára og rennur 31. desember 2020.
Samingurinn felur í sér að Íslenska Gámafélagið sér áfram um sorphirðu og rekstur söfnunarstöðva, móttökustöðvar og urðunarstaðar í Fjarðabyggð. Einnig mun verktaki sinna meðhöndlun á úrgangi til endurvinnslu. Verður sá úrgangur sem safnast í grænu tunnuna áfram flokkaður frekar á móttökustöð Íslenska gámafélagsins á Reyðarfirði og sendur erlendis til endurvinnslu.
Af nýjum áherslum eru þær helstar að samningsaðilar stefna að auknu hlutfalli endurvinnanlegs úrgangs af heildarúrgangsmagni. Þá verður opnunartíma söfnunarstöðva á laugardögum breytt frá og með 1. mars nk. og verða stöðvarnar upp frá því opnar á þeim dögum kl. 12:30 til 17:00.
Allir ábendingar sem snúa að sorphirðu eða annari meðhöndlun úrgangs eru vel þegnar og má koma á framfæri í síma 470 9040 eða á thjonusta@fjardabyggd.is.