mobile navigation trigger mobile search trigger
17.01.2018

Aukin framleiðsla á laxi í Reyðarfirði um 10.000 tonn - Frummatsskýrsla í kynningu vegna mats á umhverfisáhrifum

Aukin framleiðsla á laxi í Reyðarfirði um 10.000 tonn

Laxar fiskeldi ehf. hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar.

Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér.

Frummatsskýrslan er aðgengileg á bókasafninu á Eskifirði, bókasafninu á Reyðarfirði, bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar, Skipulagsstofnun og Þjóðarbókhlöðunni.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 26. febrúar 2018 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

Laxar fiskeldi standa fyrir kynningarfundi á frummatsskýrslu þann 25. janúar kl. 20.00 í Grunnskóla Reyðarfjarðar og eru allir velkomnir.

Frétta og viðburðayfirlit