mobile navigation trigger mobile search trigger
04.03.2022

Austurland Freeride Festival 2022

Austurland Freeride Festival 2022 hófst í gær og dagskrá hátíðarinnar er frábær og fjörug svo ekki sé meira sagt.

Heimasíða hátíðarinnar.

Austurland Freeride Festival 2022

Föstudagur 4.mars

13.00-20.00: Opið í Oddsskarði.

18.00: Rennt í Randulffssjóhús, lagt að stað frá Oddsskarði. Mæting við skíðaskála. Leiðarval eftir veðri og aðstæðum.

Fararstjóri: Sævar Guðjónsson 6986980

18.30-22.00: Kvöldvaka (Apres Ski) í og við Randulffs-sjóhús Eskifirði. Trúbadorinn Andri Bergmann sér um fjörið.

Opið fyrir matsölu á Randulffssjóhúsi, réttur dagsins, meðan á kvöldvökunni stendur. Veislustjóri Valgeir Ægir. Kynning á skíða og brettabúnaði frá Fjallakofanum og Wildness Brand. 

Beljandi Brugghús verður með bjórkynningu og harðfisksmakk á staðnum.

22:00 Jónsi í Svörtum fötum heldur uppi stuðinu á Kaffihúsinu Tindurinn, Eskifirði.  Aðgangseyrir 2000kr. 18ára aldurstakmark.

 

Laugardagur 5.mars

10.00: Tindurinn, gengið upp á Goðaborg (1.132m) í Norðfirði.

Mæting við brúnna yfir Fannardalsá í Fannardal Norðfirði.

Leiðsögumenn Leifur Örn Svavarsson og Skúli Júlíusson.

Nauðsynlegt er að skrá sig hjá Skúla Júlíssyni síma 8647393 eða wildboys@wildboys.is - Verð kr.15.000 (25.000kr báðir dagarnir, tindurinn og skörðin tvö)

10.00: Extreme fjallaskíða- og splitbordferð í nágrenni Oddsskarðs m.a gengið á Goðatind. Mæting á bílastæðinu við skíðaskálann í Oddsskarði. Leiðsögumenn: Rúnar Pétur og Guillaume Kollibay frá Local Icelander.  Nauðsynlegt er að skrá sig hjá Rúnari Pétri í síma 8228211 eða  runarpeturh@gmail.com - Verð kr.15.000 (25.000 báðir dagarnir)

10.00: Undanfarin tvö ár hefur Jón Gauti, fjallaskíðaleiðsögumaður með meiru, haldið vel sótt, fróðleg og skemmtileg námskeið fyrir byrjendur og lengra komna á fjallaskíðum þar sem áherslan hefur verið á snjóflóð og öryggi í fjallaskíðaferðum við allskonar aðstæður. Nú er þeim sem þá komust á bragðið boðið að taka næsta skref og færa þekkinguna lengra upp til fjalla. Markmiðið er að taka snjóflóðapælingar, landslag og ákvarðanir saman á skemmtilegum og lærdómsríkum degi þar sem skíðaðar verða nokkrar fallegustu brekkur Austurlands. Þetta verður því fjallaskíðaferð til fyrirmyndar þar sem allir ættu að læra eitthvað nýtt. Athugið að þeir sem hafa smá grunn í snjóflóðum og leiðavali til fjalla geta líka verið með. Kennari Jón Gauti Jónsson, Fjallaskólanum,  sími 7877090.  Nauðsynlegt er að skrá sig hjá hjá Sævari 6986980 mjoeyri@mjoeyri.is  - Verð kr. 39.000

10.00-16.00: Opið í Oddsskarði.

Kynning á skíða og brettabúnaði frá Fjallakofanum og Wildness Brand.

14:00: FM Belfast DJ set. Skarpir tónar við skarpar beygjur.

16.00-18.00: (Apres Ski) í Randulffs-sjóhúsi. FM Belfast Apré-ski Vinyl DJ set. Njótum Ljúfra Tóna af vínyl plötum eftir langan dag í fjallinu og söfnum orku fyrir kvöldið.

18.00-22.00: Opið fyrir matsölu. Réttur dagsins, í Randulffs-sjóhúsi.

21.00 – 01.00: Ball í Valhöll - FM Belfast DJ-set! Taktföst tónlist úr öllum áttum með nóg af FM Belfast glimmeri!

 

Sunnudagur 6. mars

10.00: Skörðin tvö, tvenn fjallaskörð í nágrenni við Hallberutind (1.118m). Mæting við munna Fáskrúðsfjarðargangna, Fáskrúðsfjarðar megin.

Leiðsögumenn Leifur Örn Svavarsson og Skúli Júlíusson.

Nauðsynlegt er að skrá sig hjá Skúla Júlíussyni fararstjóra 8647393 wildboys@wildboys.is - Verð kr.15.000 (25.000kr báðir dagarnir tindurinn og skörðin tvö)

10.00: Extreme fjallaskíða- og splitboardferð í nágrenni Oddsskarðs m.a gengið á Svartafjall ofl. Mæting á bílastæðinu við skíðaskálann í Oddsskarði.

Leiðsögumenn Rúnar Pétur og Guillaume Kollibay frá Local Icelander. Nauðsynlegt er að skrá sig hjá Rúnari Pétri fararstjóra í síma 8228211 eða runarpeturh@gmail.com - Verð kr.15.000 (25.000 báðir dagarnir)

10.00: Seinni dagur á námsskeiði Jóns Gauta.

10.00-16.00: Skíðasvæðið í Oddsskarði opið.

Frekari upplýsingar veita Sævar og Berglind í síma 6960809 eða á mjoeyri@mjoeyri.is

Góða skemmtun og farið varlega.

 

Frétta og viðburðayfirlit