Bæjarráð sendir hlýjar kveðjur til bænda og annara íbúa í Miðfirði í ljósi þeirra slæmu atburða sem hafa átt sér stað síðustu daga. Niðurskurður á Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá skilur eftir sig stórt skarð í íslenskri sauðfjárrækt enda hafa þessi bú náð miklum árangri í ræktun og spilað stórt hlutverk í kynbótum á íslenska sauðfjárstofninum. Mjög mikilvægt er að hraðað sé aðgerðum við arfgerðargreiningu og fyrirbyggjandi ráðstafanir til að draga úr áhættu sem er af þeirri vá sem sauðfjárbændum stendur af riðu og áföllum sem þeir verða fyrir. Í því sambandi er vert að taka upp og endurskoða reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna riðuniðurskurðar.
17.04.2023