Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hélt 206. fund sinn á Fáskrúðsfirði. Hér má sjá bæjarfulltrúa í upphafi fundarins, sem fram fór í Skólamiðstöðinni.
Bæjarstjórn fundar á Fáskrúðsfirði
Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, setur fundinn og sitjandi við hans hlið er Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri.
Á meðal þess sem var á dagskrá bæjarstjórnar var tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Híðarenda á Eskifirði og ný mannauðsstefna Fjarðabyggðar, sem kemur í stað starfsmannastefnu sveitarfélagsins frá árinu 2002. Nýja stefnan tekur á ráðningum starfsmanna, auglýsingu starfa, áreitni og einelti á vinnustað, og heilsu- og vinnuvernd og tímavinnu eftir sjötugt svo að dæmi séu tekin.
Bæjarstjórn ákvað fyrr á þessu ári að fundir hennar færu á víxl fram á bæjarstjórnarskrifstofu og einstökum bæjarkjörnum. Þetta nýja fundarlag tók gildi að sumarleyfum loknum og fór fyrsti bæjarkjarnafundurinn fram á Stöðvarfirði í síðasta mánuði.