mobile navigation trigger mobile search trigger
17.09.2016

Bæjarstjórn fundar á Fáskrúðsfirði

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hélt 206. fund sinn á Fáskrúðsfirði. Hér má sjá bæjarfulltrúa í upphafi fundarins, sem fram fór í Skólamiðstöðinni.

Bæjarstjórn fundar á Fáskrúðsfirði
Bæjarfulltrúarnir (f.v.) Pálina Margeirsdóttir, Sævar Guðjónsson, Ragnar Sigurðsson og Valdimar O. Hermannsson, Elvar Jónsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Esther Ösp Gunnarsdóttir og Hulda Sigrún Guðmundsdóttir.

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, setur fundinn og sitjandi við hans hlið er Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri.

Á meðal þess sem var á dagskrá bæjarstjórnar var tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Híðarenda á Eskifirði og ný mannauðsstefna Fjarðabyggðar, sem kemur í stað starfsmannastefnu sveitarfélagsins frá árinu 2002. Nýja stefnan tekur á ráðningum starfsmanna, auglýsingu starfa, áreitni og einelti á vinnustað, og heilsu- og vinnuvernd og tímavinnu eftir sjötugt svo að dæmi séu tekin.

Bæjarstjórn ákvað fyrr á þessu ári að fundir hennar færu á víxl fram á bæjarstjórnarskrifstofu og einstökum bæjarkjörnum. Þetta nýja fundarlag tók gildi að sumarleyfum loknum og fór fyrsti bæjarkjarnafundurinn fram á Stöðvarfirði í síðasta mánuði. 

Sjá fundargerð 206. fundar bæjarstjórnar

Frétta og viðburðayfirlit