Bæjarstjórn Kópavogs fundaði í gær og stóðu allir fulltrúar hennar saman að því að senda kveðju til Fjarðabyggðar.
Bókun bæjarstjórnar Kópavogs var svohljóðandi:
,,Bæjarstjórn Kópavogs sendir hlýjar kveðjur til Fjarðabyggðar í ljósi þeirra hamfara sem hafa dunið þar yfir.
Hugur okkar er hjá íbúum Fjarðabyggðar sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín og standa nú í ströngu við að takast á við afleiðingar atburðanna.“