Boðað hefur verið til fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fimmutdaginn 2. mars í fundarsal Austurbrúar á Reyðarfirði. Fundurinn verður að venju sýndur í beinni útsendingu á vefnum. Hægt er að finna hana með því að smella hér.
02.03.2023
Bæjarstjórnarfundur fimmtudaginn 2. mars - Bein útsending
Á dagskrá fundarins er meðal annars ráðning nýs bæjarstjóra, breyting á aðalskipulagi vegna skógræktar og deiliskipulag fyrir Oddsskarð.
Nánari upplýsingar um dagskrá fundarins má fá í síma 470 9000. Að fundi loknum verður upptaka fundarins aðgengileg á Youtube rás Fjarðabyggðar.
Dagskrá fundarins: Bæjarstjórn - 348