mobile navigation trigger mobile search trigger
20.02.2023

Bætt heilsa eldri borgara

Verkefnið Fjölþætt heilsuefling fyrir eldri borgara hófst um miðjan ágúst á síðasta ári í Fjarðabyggð, hefur mælst vel fyrir hjá þátttakendum. Verkefninu er stýrt af fyrirtækinu Janus – Heilsuefling og er Fjarðabyggð eitt af sjö sveitarfélögum á landinu sem bjóða íbúum sínum 65 ára og eldri upp á slík námskeið.

Bætt heilsa eldri borgara

Fram kom í könnun sem gerð var á meðal þátttakenda að mikill meirihluti þeirra sem tekið hafa þátt finna jákvæð eða mjög jákvæð áhrif á heilsufar sitt.

93% þátttakenda sem tekið hafa þátt í verkefninu síðan snemma í haust segjast finna fyrir betri líkamlegri líðan og 79% þátttakenda lýsa jákvæðum áhrifum á andlega og félagslegri líðan frá því þeir hófu þátttöku. Metþátttaka var á námskeiðin í Fjarðabyggð, en um 120 einstaklingar taka þátt í því.

Í upphafi verkefnisins er heilsufar allra þátttakenda mælt og skráð, og er svo öll þjálfun sniðin sérstaklega fyrir hvern og einn. Verkefnið er sex mánaða langt og hægt er að framlengja ef fólk kýs svo.

Fleiri myndir:
Bætt heilsa eldri borgara
Bætt heilsa eldri borgara
Bætt heilsa eldri borgara
Bætt heilsa eldri borgara

Frétta og viðburðayfirlit