Víða um heim má nú sjá bangsa og ýmiskonar tuskudýr í gluggum húsa og nú er afar vinsælt að ganga um þéttbýli og telja þá bangsa sem finna má. Fáskrúðsfjörður er þarna engin undantekning og á dögunum fóru nemendur úr Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar í leiðangur til að telja bangsa.
02.04.2020
Bangsaganga á Fáskrúðsfirði
Eins sjá má á myndum á heimasíðu skólans, lék veðrið við nemendur þennan dag. Í kaupbæti sáu nemendur síðan sel sem lék sér fjöruborðinu innarlega í firðinum.
Fleiri myndir úr gönguferð nemendanna má finna á heimsíðu Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar með því að smella hér.