Fjölskylduhátíðin Franskir dagar á Fáskrúðsfirði verður haldin í næstu viku dagana 21. - 24. júlí. Blað Franskra Daga er komið út og er ritstjóri þess er Albert Eiríksson. Blaðið er stútfullt af skemmtilegu efni um Frönsku dagana og lífið á Fáskrúðsfirði fyrr og nú.
15.07.2016
Blað Franskra daga komið út
Undirbúningur fyrir Franska daga er í fullum gangi og allir farnir að hlakka til að setja sig í franska gírinn um næstu helgi. Heimamenn og gestir gera sér glaðan dag, auk þess sem fulltrúar frá franska vinabænum Gravelines taka þátt í hátíðarhöldunum.
Hefð hefur myndast fyrir því að hefja Franska daga á kenderísgöngu á fimmtudagskvöldi, en segja má að hátíðin hefjist fyrir alvöru á föstudagskvöldið með brekkusöngnum á fjölskylduvænni útiskemmtun. Fleiri hefðir setja svip sinn á þessa einstöku daga. Bænum er skipt upp í hverfi eftir helstu litum litrófsins og er gaman að labba um bæinn og sjá skemmtilegar litaútfærslur hjá íbúum bæjarins
Kynnið ykkur þessa frábæru hátíð hér!
Fleiri myndir: