Stelpurnar í Þrótti léku tvo leiki við Völsung um helgina. Báðir leikirnir unnust nokkuð örugglega 3-0.
Mizuno deild kvenna í blaki
Á föstudeginum vann Þróttur 3 – 0 (25-12, 25-22, 25-23. ) Stigahæstar í liði Þróttar voru María Rún og Ana Maraia Vidal Bouza með 18 stig. Á laugardaginn var síðan endurtekið efni (25-21, 25-21, 25-18). Stigahæst í liði Þróttar var Ana Maria með 15 stig og hjá Völsungi var Sladjana Smiljanic stigahæst með 9 stig.
Völsungskonur eru nýliðar í Mizunodeild kvenna en alls ekki nýliðar í blaki. Liðið er skipað reyndum leikmönnum en meðalaldur liðsins um helgina var 35,4 ár ! Til gaman má geta að meðalaldur Þróttara var 18,9 ár.
Þróttur hefur farið vel af stað í deildinni en að loknum átta leikjum er liðið með 18 stig en liðið hefur unnið tvo leiki gegn KA, Stjörnunni og Völsungi en tapað tveimur leikjum gegn sterku liði Aftureldingar. Þróttarastelpur hafa ekki enn leikið við HK og Reykjavíkur Þrótt.